Content area
Full Text
Útdráttur
Í þessari grein er fjallað um niðurstöður doktorsrannsóknar þar sem könnuð voru tengsl sálfélagslegrar líðanar nemenda við upphaf náms í framhaldsskóla og námsframvindu með áherslu á nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin sneri að þremur árgöngum nemenda sem hófu nám við framhaldsskóla haustin 2005-2007, alls 270 nemendur. Við upphaf náms var lagður fyrir nemendur sjálfsmatslisti sem mæ lir sálfélagslega líðan, og fjórum og hálfu ári síðar var haft samband við nemendurna og upplýsinga aflað um námsframvindu. Tíu nemendur sem áttu við námserfiðleika að stríða, en höfðu lokið námi, voru valdir til þátttöku í eigindlegri rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nemendur sem eiga við námsvanda að etja búa við lakari sálfélagslega líðan í upphafi náms en aðrir nemendur og hverfa frekar frá námi. Meirihluti þeirra nemenda sem hófu nám á bóknámsbrautum hafði lokið námi að fjórum og hálfu ári liðnu, eða 72%, en einungis 16% þeirra nemenda sem áttu við námsvanda að stríða og hófu nám á almennri braut. Niðurstöður sýna að mikilvæ gt er að úrræ ði skóla byggist á heildarsýn á þarfir nemenda með námserfiðleika og að það stuðli að góðri sálfélagslegri líðan þeirra og velgengni í námi.
Lykilorð: sálfélagsleg líðan, heildarsýn, sjálfsmatslistinn YSR, skólafélagsráðgjöf.
Abstract
This study explores the connection between student psychosocial well-being on commencement of upper secondary school and progress in learning, and includes 270 students. At the beginning of their studies the students participated in a self-assessment to measure their psychosocial well-being. Four and a half years later contact was made with the participants via telephone to attain information regarding their study progress, and 10 students who had learning disabilities (LD) but completed upper secondary school were chosen to take part in a qualitative study. The results show that students who struggle with LD were psychologically insecure at the beginning in their studies and more inclined to drop-out of school. A large number of students, or 72%, who began their learning on an academic study track, completed their studies, but only 16% students who were on a general study track and had LD. The results show the importance of support from parents and a holistic response by the school towards students with LD and that this has an impact on building resilience in students with LD, which in turn has...